Vatnsendabóndinn Þorsteinn Hjaltested.
Vatnsendabóndinn Þorsteinn Hjaltested.

Héraðsdómur Reykjaness vísaði frá dómi máli Þorsteinn Hjaltested gegn Kópavogsbæ frá dómi. Frestur til að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar rann út á föstudaginn var og hefur Kópavogsbær fengið staðfest að Þorsteinn kærði ekki úrskurðinn. Dómsmálinu er því lokið.

Fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ að ekki liggi fyrir hvort Þorsteinn muni höfða nýtt mál á hendur Kópavogsbæ vegna málsins á föstudag.

Þorsteinn hefur nokkrum sinnum verið skattakóngur. Þorsteinn krafði bæinn um rétt tæpa sjö milljarða króna í bætur vegna eignarnáms í Vatnsendalandinu árið 2007. Í nóvember árið 2012 kvað héraðsdómur Reykjaness úr um að jörðin Vatnsendi og eignir á henni, séu ekki eignir Þorsteins heldur dánarbús afa hans, Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested, sem lést þann 13. nóvember 1996.