*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 3. maí 2013 17:57

Skattakóngurinn á ekki Vatnsenda

Hæstiréttur hefur dæmt á þann veg að jörðin Vatnsendi í Kópavogi tilheyri dánarbúi Sigurðar Hjaltested.

Ritstjórn
Vatnsendabóndinn og skattakóngurinn Þorsteinn Hjaltested.

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að jörðin Vatnsendi tilheyri dánarbúi Sigurðar Hjaltested en ekki Þorsteini Hjaltested sem býr þar nú. Sigurður var afi Þorsteinn, sem var skattakóngur Íslands síðastliðin tvö ár en hann greiddi hundruð milljóna í opinber gjöld á árunum 2010 og 2011. Sigurður Hjaltested lést árið 1966.

Í málinu tókust á tveir hópar innan sömu fjölskyldu. Annars vegar erfingjar Magnúsar Hjaltested, elsta sonar Sigurðar og hins vegar aðrir erfingjar Sigurðar sem og erfingjar seinni eiginkonu hans. Samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í fyrrahaust hlaut Magnús Sigurðsson Hjaltested ekki eignina Vatnsenda til eignar, heldur aðeins afnota- og nytjarétt á jörðinni. Þetta þýðir að Þorsteinn Hjaltested, sonur Magnúsar, er ekki eigandi jarðarinnar, en hann er skráður eigandi hennar nú heldur dánarbú Sigurðar eins og áður sagði.

Dómur Hæstaréttar

Vatnsendalandið í Kópavogi.