Fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að lækka matvöruverð munu hafa bein áhrif til lækkunar skuldastöðu heimila í landinu gangi þær eftir, segir greiningardeild Glitnis. Hún telur þó, að sé horft til næstu tveggja ára megi ætla að verðtryggðar skuldir heimilanna hækki.

?Vertryggðar skuldir íslenskra heimila námu um 490 milljörðum króna í ágúst síðastliðnum samkvæmt tölum Seðlabankans og þar af er stærsti hlutinn vegna íbúðaeignar. Áætlað hefur verið að fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni hafa áhrif til lækkunar vísitölu neysluverðs um 2,7% í marsmánuði.

Ef við gefum okkur lækkunin nái öll fram að ganga til neytenda, þá merkir það að skuldir heimilanna lækka talsvert. Alls myndu verðtryggðar skuldir heimilanna lækka um rúmlega 13,2 milljarða króna miðað við núverandi skuldir og miðað við að ekkert vegi á móti lækkuninni. Táknar það um nærri 125 þúsund krónum á hvert heimili í landinu að jafnaði," segir greiningardeildin.

Hún segir þó að aðgerðir ríkisins séu þensluhvetjandi. Þegar horft sé fram á við má ætla að þær auki á verðbólgu.

?Þegar öllu er því á botninn hvolft, þ.e. þegar litið er til næstu tveggja ára eða svo, gætu aðgerðir ríkisins aukið verðtryggðar skuldir heimilanna með óbeinum hætti í stað þess að draga úr þeim,"