Samtök atvinnulífsins efna til hádegisfundar föstudaginn 16. nóvember í samstarfi við ýmsa aðila um skattalækkanir.

Þar mun einn kunnasti hagfræðingur heims, prófessor Arthur B. Laffer, tala um árangur af skattalækkunum. Laffer vakti heimsathygli, þegar hann setti fram þá kenningu á 8. áratug 20. aldar, að skatttekjur ríkisins þyrftu ekki að minnka, heldur gætu jafnvel aukist, þegar skattar væru lækkaðir.

Laffer dró upp boga, sem sýnir skatttekjur aukast við aukna skattheimtu (í %), þangað til komið er að ákveðnu hámarki, en eftir það minnka skatttekjurnar. Þetta merkir, að minni skattheimta gæti leitt til aukinna skatttekna. Laffer hafði talsverð áhrif á skattastefnu Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta, og skattar hafa verið lækkaðir eftir þessari hugsun annars staðar, meðal annars á Spáni í lok 20. aldar.

Á Íslandi hafa skattalækkanir, sérstaklega á fyrirtækjum, líka haft í för með sér auknar skatttekjur. Dr. Guðmundur Magnússon, prófessor emeritus og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, mun bregðast við erindi Laffers.

Fundarin verðir haldinn í Bókasalur Þjóðmenningarhússins og stendur frá klukkan  12 til 13.15