Fyrirtæki á borð við Actavis, Össur og Marel eiga heimilunum í landinu mikið að þakka þar sem heimilin hafa á vissum tímapunktum tekið virkan þátt í hlutabréfaaukningu félaganna þegar þau þurftu mest á því að halda.

Þetta kom fram í máli Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar, á morgunverðarfundi sem haldinn var sl. föstudag á vegum Deloitte, Samtaka fjárfesta, Kauphallarinnar og Samtaka atvinnulífsins undir yfirskriftinni Hvar liggja mörkin í skattheimtu? Áhrif á fólk og fyrirtæki.

Páll minnti á að stjórnvöld hefðu í byrjun síðasta áratugar veitt skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa til að örva þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði og sagði nauðsynlegt að almenningur tæki áfram þátt á hlutabréfamarkaði. Þróun skattkerfisins síðastliðin ár, svo sem upptaka auðlegðarskatts, hefði unnið gegn því.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.