The Stockman Group, sem m.a. á verslunarkeðjuna Lindex sætir nú endurálagningu skatta frá finnskum og sænskum skattayfirvöldum. Endurálagningin nemur í heild 19,6 milljónum evra, eða tæpum 2,8 milljörðum króna. Hluti endurálagningarinnar eru ógreiddir skattar og sektir auk vaxta. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar í Helsinki.

The Stockman Group hefur mótmælt endurálagningunni og segist ætla að áfrýja gegn henni. Ástæða álagningarinnar í Finnlandi eru að vextir á lánum innan samstæðunnar hafi ekki verið ákveðnir á markaðsforsendum, eða samkvæmt svonefndum armslengdarsjónarmiðum á árunum 2009 til 2011. Upphæð endurálagningarinnar í Finnlandi nemur um 10,3 milljónum evra.

Í Svíþjóð byggir endurálagningin gagnvart The Stockman Group og AB Lindex á sömu forsendum og í Finnlandi, en skattayfirvöld telja að ekki hafi verið gætt að armslengdarsjónarmiðum fyrir árin 2012 og 2013. Endurálagningin í Svíþjóð tekur þó einungis bókfærðs frádráttar frá skatti eftir að skattalagabreytingu sem gerð var við upphaf 2013 setti hámark á frádráttarbærni innan félagasamstæðu. Upphæðin í Svíþjóð nemur um 9,2 milljónum evra.