Skattlagning launa jókst umtalsvert á seinasta ári í 22 af 34 aðildarlöndum OECD, samkvæmt nýrri úttekt OECD sem birt var í seinustu viku og Morgunblaðið skrifar um í dag.

Ísland er í hópi þeirra landa þar sem skattbyrðin fór vaxandi og í umfjöllun OECD sem Morgunblaðið vísar í segir að vegna breytinga á tekjuskattskerfinu á Íslandi hafi heildarskattbyrðin þyngst hér umtalsvert og hlutfallslega meira en í nokkru öðru ríki innan OECD á milli áranna 2009 og 2010.