Skattbyrði á Íslandi er sú þriðja mesta í Evrópu samkvæmt tölum Eurostat - Hagstofu Evrópu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu . Einungis er skattbyrðin hærri í Danmörku og Svíþjóð.

Þessar tölur eru þó fengnar að gefnu tilliti til fyrirkomulags lífeyrisgreiðslna. Sé hlutfallið leiðrétt samkvæmt því þá nam hlutfall það 33,1% í fyrra ef tekið er mið af tölum Samtaka atvinnulífsins.

Haft er eftir Ólafi Garðari Halldórssyni, hagfræðingi Samtaka atvinnulífsins, að skattbyrðin sé mikil miðað við aðrar þjóðir sér í lagi þegar leiðrétt er fyrir því að hér á landi sé sjóðsöfnunarkerfi en ekki gegnumstreymskerfi eins og í flestum löndum.