Skattálagning samfélagsmiðilsins Facebook til breskra stjórnvalda þrefölduðust á síðasta ári og nam hún 15,8 milljónum punda, eða sem samsvarar 2,4 milljörðum króna. Á sama tíma jukust tekjur félagsins þó einungis frá 58,4 milljónum punda í 62,7 milljónir árið 2016.

Sú aukning kom til viðbótar við mikla aukningu á árinu 2016, en þá hækkaði skattálagningin í 5,1 milljón punda eftir gagngera endurskoðun á fjármálum fyrirtækisins og hvar tekjur eru skráðar.

Kom sú endurskoðun í kjölfar mikillar gagnrýni á hve litlar skattgreiðslur stóru tæknifyrirtækjanna runnu til ríkja Evrópu. Fleiri félög hafa fylgt í kjölfarið, má þar nefna PayPal sem hefur samþykkt að greiða 3,1 milljón punda aukalega til breskra stjórnvalda.

Steve Hatch varaforseti svæðisstjórnar Facebook í Norður Ameríku segir að félagið hafi ákveðið að láta tekjur af markaðsstarfsemi, sölu og þjónustu sem verði til í Bretlandi koma út sem hagnaður. „Allur skattgildur hagnaður er nú háður breskum tekjuskattslögum fyrirtækja,“ segir Hatch samkvæmt BBC .

En meðal þeirra laga sem fyrirtækið getur nýtt sér að færa starfsmönnum 1,48 milljón takmörkuð hlutabréf í félaginu sem býr til frádrátt af skattalegum hagnaði þess. Fór skattgreiðslan þar með niður í 7,4 milljón punda, eða sem samsvarar 1.117 milljörðum íslenskra króna.