Auðlegðarskattgreiðslur Guðrúnar Lárusdóttur í Stálskipum fóru úr tæpum 2,3 milljónum króna árið 2010 í 14,2 milljónir króna eftir að eftir að viðbótarauðlegðarskattur var lagður á. Heildarskattgreiðslur hennar námu 19,4 milljónum króna á síðasta ári. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í máli hennar gegn ríkissjóði. Guðrún stefndi ríkinu vegna auðlegðarskattsins. Hún taldi hann brjóta í bága við stjórnarskrá og krafðist þess að fá um 36 milljónir króna endurgreiddar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af kröfu Guðrúnar í dag.

Fram kemur í dómi héraðsdóms að álagður auðlegðarskattur Guðrúnar nam 2.295.132 krónum árið 2010, 3.151.780 krónur árið eftir og 4.355.542 krónur í fyrra. Samtals gera þetta 9.802.454 krónur. Viðbótarauðlegðarskattur á hana nam svo 11.086.033 krónum í fyrra og 15.022.956 krónum í fyrra eða 26.108.989 krónum.

Í lagarökum ríkisins kemur m.a. fram að ekki skipti máli hvort eignir gefi af sér arð eður ei við skattlagningu auðlegðarskatts og því hafnað að ítrekuð skattlagning auðlegðarskatts á sparifé sem beri neikvæða raunvexti, sem að auki sé skattlagt með fjármagnstekjuskatti, feli í sér eignaupptöku, eins og Guðrún hafi haldið fram.

Í lagarökum ríkisins í málinu segir:

„Sömu reglur gildi jafnt um alla sparifjáreigendur, að þeir þurfa að greiða fjármagnstekjuskatt af vöxtum af sparifé sínu, jafnvel þó ávöxtun sé neikvæð. Ákvæði 72. gr. tekjuskattslaga kveði á um hvaða eignir séu framtalsskyldar og að ekki skipti máli í því sambandi hvort eignirnar gefi af sér arð eða ekki.“