Framteljendur á síðasta ári voru samtals 297.674, sem er 3,8% fjölgun á milli ára. Þetta er annað árið í röð sem þeim fjölgar um meira en 3% á ári að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins .

Tengist fjölgunin minna atvinnuleysi, en það var um helmingi minna á síðasta tekjuári heldur en tekjuárinu 2012.

Tekjulausir innan við 10 þúsund

Innan við tíu þúsund framteljendur eru tekjulausir, eða 3,2% heildarfjöldans, en á árinu 2013 voru þeir 4% og tæplega 11 þúsund.

Rétt rúmlega 288 þúsund einstaklingar borga útsvar en þeir sem greiða almennan tekjuskatt sem rennur í ríkissjóð eru tæplega 220 þúsund. Lagt var á tekjuskattur og útsvar á 1.395 milljarða króna tekjur á síðasta ári, sem er 10,3% aukning frá árinu 2016.

Tæplega 383 milljarðar í skatt

Samanlögð álagning bæði tekjuskatts og útsvars nemur 382,5 milljörðum króna sem er hækkun um 10,9% frá fyrra ári. Þar af er útsvar um 56% af þeirri upphæð og tekjuskatturinn um 44%, sem samsvarar um 168,6 milljörðum króna.

Meðalskattstofninn á hvern framteljenda hækkar hins vegar minna en heildarhækkun hans, vegna fjölgunar þeirra, eða um 6,4%.
Launavísitala Hagstofunnar hækkaði að meðaltali um 6,8% á mill áranna 2016 og 2017 til samanburðar.

Meðalgreiðsla hvers og eins jókst um 5 þúsund krónur

Meðaltekjuskattur á hvern og einn greiðanda eykst þó um einungis 0,7%, eða úr 763 þúsund krónum í 678 þúsund krónur. Útsvarsupphæðin til sveitarfélaganna hækkar svo um 11% á milli ára, eða sem nemur 213,9 milljörðum króna í heildina.

Þar sem ríkið borgar sveitarfélögum þær tekjur sem annars tapast af persónuafslætti fólks greiddi ríkið sveitarfélögunum samtals 8,6 milljarða króna, eða sem nemur 4% af heildarútsvarstekjum sveitarfélaganna.

Skattleysismörkin miðast við  149 þúsund króna tekjur á mánuði, að teknu tilliti til 4% lífeyrisiðgjalds, og greiðir ríkið í raun útsvar þeirra sem eru undir þeim tekjum.