Takist ekki að selja Liverpool FC fyrir 6. október n.k. mun Royal Bank of Scotland (RBS) geta tekið yfir meirihluta hlutafjár í knattspyrnuliðinu. Ef félagið lendir færi í greiðslustöðvun myndi það missa sjálfkrafa 9 stig á næsta keppnistímabili samkvæmt reglum enska knattspyrnusambandsins. Breska blaðið Observer telur skuldir Liverpool við RBS vera um 325 milljónir punda eða sem svarar um 60 milljörðum króna. RBS er að lang stærstum hluta í eigu breskra skattgreiðenda en þeir eiga 84.42% hlutfjár í bankanum.