*

mánudagur, 13. júlí 2020
Innlent 25. febrúar 2019 18:06

Skattleysismörkin hæst Norðurlanda hér

Skýrsla um skattkerfið segir kaupmátt hefur vaxið mest hjá tekjulágum, en einnig að dregið hafi úr jöfnun skattkerfisins.

Ritstjórn
Axel Hall, formaður sérfræðingahópsins, kynnti niðurstöður um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfisins.
Haraldur Guðjónsson

Kaupmáttur allra tekjutíunda hér á landi hefur vaxið frá aldamótum, og það mest hjá lægstu tekjutíununum, að því er segir í nýrri skýrslu sem kynnt var í dag í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Kemur skýrslan í kjölfar þess að stjórnvöld kynntu tillögur sínar, byggðar á skýrslunni, inn í kjaraviðræður sem fólu í sér þriðja skattþrepið sem mun þýtt allt að 7 þúsund króna minni skatttekjur ríkisins á mann. Verkalýðsfélögin lýstu þó yfir vonbrigðum sínum með tillögurnar. Þar var þó jafnframt gert ráð fyrir frystingu persónuafsláttar á þriggja ára innleiðingartíma þrepsins, svo þau munu haldast föst að raunvirði.

Í skýrslu sérfræðingahópsins sem ætlað var að fjalla um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa hjá einstaklingum er tekið saman samspil húsnæðisstuðnings- og barnabótakerfa við skattkerfið og greind áhrif stuðningskerfana á ólíka hópa í íslensku samfélagi.

Í samanburði við sambærileg kerfi á hinum Norðurlöndunum sést að skattleysismörkin hér á landi hafi gefið eftir og nálgist hin löndin, en séu þó enn hæst hér á landi. Jafnframt að hlutfall skattgreiðenda sé nú orðið sambærilegt við það sem gerist á Norðurlöndunum.

Heildarskattbyrðin lægst Norðurlanda hér

Einnig bendir skýrslan á að heildarskattbyrði launafólks sé almennt lægst hér á landi af Norðurlöndunum, þó grunnprósentan sé hæst, og skattþrepin fæst. Þó hafi raunskattaskrið valdið því að dregið hefur úr jöfnun skattkerfisins samhliða hækkun launa umfram skattleysismörk.

Loks bendir skýrslan á að tekjuöflun hins opinbera hafi breyst frá því að staðgreiðslukerfið var tekið upp hér á landi, í þá veruna að vægi beinna skatta hafi aukist en vægi óbeinna skatta minnkað. Þessi þróun hafi mildandi áhrif á raunskattaskriðið.

Síðan er gert ráð fyrir að komið sé í veg fyrir að raunskattaskrið liðinna ára endurtaki sig með því að skattleysismörk og tekjumörk skattþrepa verði látin fylgja þróun samanlagðra breytinga á vísitölu neysluverðs og þróun framleiðni.

Þannig verði meðaltal framleiðnivaxtar þriggja liðinna ára tekin saman upp úr mælikvarða Seðlabanka Íslands, sem geri sveiflujöfnin kerfisins jafnframt sterkari. Slík tengin er sögð tryggja að tekjujöfnunareiginleikar skattkerfisins haldist yfir tíma án þess að skerða hagstjórnarleg áhrif þess.