Um tuttugu íslenskir sjómenn sem eiga lögheimili utan landsteina eru til rannnsóknar hjá skattrannsóknarstjóra. Einstaklingarnir starfa allir fyrir sömu fyrirtækjasamstæðu. Þetta staðfestir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.

Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri ríkisins.
Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri ríkisins.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Sjómennirnir starfa ekki hér á landi. Til rannsóknar er hvort þeim sé engu að síður skylt að greiða tekjuskatt hér. Verði niðurstaðan sú að þeim hafi borið skylda til að greiða skattinn hér munu þeir þurfa að endurgreiða þá fjárhæð sem undan var dregin. Upphæðin nemur í mörgum tilvikum tugum milljóna fyrir hvern einstakling.

Bryndís vildi ekki segja til um hjá hvaða fyrirtæki mennirnir starfa.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.