Ríkisskattstjóri hefur sent fyrirspurn til Kauphallarinnar í tengslum við mögulega endurálagningu virðisaukaskatts vegna kaupa á erlendri sérfræðiþjónustu. Gæti Kauphöllin verið krafin um að greiða til baka vangoldinn virðisaukaskatt fyrir kaup á slíkri þjónustu síðustu ár. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Morgunblaðið að öll gögn hafi verið send til ríkisskattstjóra sem óskað hafi verið eftir. Ekki liggi fyrir hvort Kauphöllin verði fyrir endurálagningu. Páll segir hins vegar að verði það niðurstaðan eigi hann ekki von á því að þær fjárhæðir sem Kauphöllin gæti þurft að greiða muni hafa mikla þýðingu fyrir fjárhagsstöðu félagsins.