Ríkisskattstjóri hefur sent inn umsögn um frumvarp Eygló Harðardóttur, húsnæðismálaráðherra. Samkvæmt umsögn ríkisskattstjóra eru húsnæðisbætur skattskyldar hjá þeim sem tekur þeim viðtöku.

Húsaleigubætur samkvæmt núverandi kerfi teljast ekki til skattskyldna tekna. Í fyrirliggjandi frumvarpi um húsnæðisbætur, sem eiga að leysa húsaleigubætur af hólmi, sé ekki að dreifa undanþágu frá skatti. Að óbreyttu munu tekjurnar því vera skattskyldar hjá viðtakanda.

Að sögn Elsu Láru Arnardóttur, 1. varaformanns velferðanefndar átti ekki að skattleggja húsnæðisbæturnar. Í samtali við Morgunblaðið segir hún að ætlunin hafi verið að koma til móts við raunkostnað leigjenda og að um sé að ræða ábendingu frá ríkisskattstjóra um orðalagsbreytingu.