Hæstiréttur snýr af leið í tveimur dómum sem nýverið féllu, að mati Páls Jóhannessonar, lögmanns hjá lögmannsstofunni Nordik. Málin snerust í báðum tilvikum um ábyrgð stjórnarformanna félaga. Bæði stjórnarformaður og framkvæmdastjórar tveggja félaga höfðu verið fundnir sekir um skattsvik í héraðsdómi, þ.e. fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og öðrum opinberum gjöldum. Hæstiréttur sýknaði stjórnarformennina.

Páll telur þessa dóma kunna að draga dilk á eftir sér, jafnvel breyta rannsóknum skattrannsóknarstjóra þegar grunur leikur á að skattalög hafi verið brotin.

„Sum mál sem hafa klárast hjá skattrannsóknarstjóra og yfirskattanefnd eru í andstöðu við þessa dóma Hæstaréttar. Ef ég ætti hlut að sambærilegu máli þá myndi ég skoða rétt minn til að fá málið tekið upp að nýju,“ segir Páll.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Fjárfesta leitað til að koma Esjukláfi af stað
  • Fyrrverandi hluthafi PwC þarf að greiða bætur
  • Hvað verður gert við embætti sérstaks saksóknara?
  • Ríkisskattstjóri vill milljarða vegna öfugs samruna fyrirtækja
  • Skatttekjur á Íslandi þær lægstu á Norðurlöndunum
  • Hlutafé Skjásins aukið
  • Fjármagnsflótti frá hávaxtalöndunum
  • Framkvæmdastjóri Símafélagsins segist geta lækkað fjarskiptakostnað ríkisfyrirtækja
  • Afnám verðtryggingar breytir forsendum á húsnæðismarkaði
  • Björn Steinbekk, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðinni Sónar, segir í viðtali blaðsins miðaverð á hátíðina líklega of lágt
  • Viðskiptablaðið ræðir við Ingimund Bergsson, sem stofnaði Veiðikortið fyrir 9 árum
  • Viðmælendur Viðskiptablaðsins ræða um ást sína og hatur á þorramat
  • Nærmynd af kattavininum Ingibjörgu Ingvadóttur, formanni verðtryggingarhópsins
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um hugmyndir um Barack Obama
  • Óðinn skrifar um fundargerðirnar sem Víglundur Þorsteinsson fékk eftir langa bið
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndasíður, VB sjónvarp og margt, margt fleira