Skattekjur ríkissjóðs námu 213 mö.kr. á tímabilinu janúar-október og jukust um 28 ma.kr. á milli ára. Tekjur ríkissjóðs vegna beinna skatta jukust um 19,1% á tímabilinu. Óbeinir skattar jukust um 13% á fyrstu tíu mánuðum ársins, þar af var aukningin hlutfallslega mest vegna gjalda af bifreiðum en innflutingur bifreiða hefur aukist umtalsvert á tímabilinu.

Heildartekjur ríkissjóðs námu 229 mö.kr. á fyrstu tíu mánuðum ársins og jukust um 8,1% á milli ára. Gjöldin jukust heldur minna eða um 6% og námu 233 mö.kr. Halli á rekstri ríkissjóðs skv. greiðslugrunni nam því 4,6 mö.kr. á tímabilinu samanborið við 7,1 ma.kr. halla á sama tímabili í fyrra. Auknar skatttekjur endurspegla auknar tekjur einstaklinga og fyrirtækja. Minni halli skýrist því fremur af auknum umsvifum í efnahagslífinu en auknu aðhaldi í ríkisfjármálum eins og bent er á í Morgunkorni Íslandsbanka.