Rússar hafa ákveðið að lækka útflutningsskatt á olíu í febrúar til að bregðast við verðfalli og minnkandi tekjum olíufélaga vegna áframhaldandi efnahagskreppu í heiminum. Þar með lækka skatttekjur Rússa af olíuútflutningi enn frekar.

Fréttastofan RIA Novosti segir að Vladimir Putin forsætisráðherra hafi undirritað pappíra ríkisstjórnarinnar á fimmtudag um að skatturinn lækkaði úr 119,1 dollar á tonnið í 100,9 dollara. Á unnum olíuvörur eða svokölluðu léttu eldsneyti lækkar skatturinn úr 92,6 dollurum á tonnið í 80,3 dollara. Á “þyngri” olíuvörum lækkar skatturinn úr 49,2 dollurum í 43,2 dollara á tonnið.

Rússnesk yfirvöld byrjuðu þann 1. desember að leggja útflutningsskatta á olíu og olíuvörur sem endurskoðaðar eru mánaðarlega til að geta brugðist hraðar við breytingum á heimsmarkaðsverði, en hægt var með eldra kerfi.

Heimskreppan hefur einnig neytt Rússa, sem hafa stóran hluta útflutningstekna sinna af sölu á olíuvörum, til að endurmeta stöðu rúblunnar vegna hins mikla verðfalls á olíu á heimsmarkaði.