Ef tekið er tillit til áhrifa persónuafsláttar þá eru skattar á launatekjur orðnar lægri en á fjármagnstekjur. Þetta er mat lögmannanna Andra Gunnarssonar og Páls Jóhannessonar.

Benda á það í grein í síðasta Viðskiptablaði að með falli bankanna og tilheyrandi áhrifum þess á íslenskt efnahagslíf yrði ríkissjóður fyrir verulegum tekjumissi. Þá hafi á sama tíma mátt búast við að ástæða hafi verið til að hækka skatta þótt svigrúm hafi verið til niðurskurðar eftir gríðarlega aukningu ríkisútgjalda síðustu árin.

Þeir segja fjölmargir sérfræðinga og hagsmunaaðila hafa varað við mörgum breytinganna en því miður hafi lítið mark verið tekið á þeim athugasemdum.

Grein þeirra Andra Gunnarssonar og Páls Jóhannessonar