„Skatt­rann­sókn­ar­stjóra hafa nýlega borist gögn frá namibískum yfir­völd­um. Ekk­ert frekar er hægt að upp­lýsa um það á þessu stigi, þ. á m. að hverjum þau bein­ast.“

Þannig hljóðar svar Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra við fyrirspurn Kjarnans um hvort að embættinu hafi borist gögn um Samherja frá yfirvöldum í Namibíu.

Auk ásakana um meintar mútugreiðslur var einnig fjallað um möguleg skattaundanskot Samherja í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi. Fréttamenn Kveiks lögðu þar fram gögn sem benda til þess að hagnaði af rekstri Samherja í Namibíu hafi verið komið undan skatti til skattaskjóla á Kýpur og Marshall-eyjum.

Eins og kemur fram í svari Bryndísar hér að ofan staðfestir hún hvorki að gögnin fjalli um Samherja né að formleg rannsókn á fyrirtækinu sé hafin.

Nálgast má fréttina á vef Kjarnans hér .