*

mánudagur, 13. júlí 2020
Innlent 27. desember 2011 18:11

Skatturinn gerir upp á milli fyrirtækja

Aukaálagning vegna öfugra samruna getur numið á annað hundrað milljóna króna.

Bjarni Ólafsson

Ekki er samræmi í því hvernig skattayfirvöld hafa höndlað skattbyrði fyrirtækja, sem urðu til með svokölluðum öfugum samruna, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Mörg fyrirtæki hafa fengið aukaálagningu vegna óheimils frádráttar vaxtagreiðslna af ákveðnum lánum og fram hefur komið í fjölmiðlum að Húsasmiðjan er í þeim hópi.

Viðskiptablaðið hefur hins vegar heimildir fyrir því að dæmi séu um að slík endurálagning hafi verið látin niður falla í öðrum tilfellum, þótt þau séu mun færri.

Dæmi um öfugan samruna er þegar eignarhaldsfélag kaupir rekstrarfélag og rennur svo saman við það eða að þau renna saman í þriðja félagið. Þegar eignarhaldsfélagið hefur tekið lán fyrir kaupunum á rekstrarfélaginu renna þær skuldir inn í hið sameinaða félag án þess að greiðsla komi á móti, nema að viðskiptavild hækkar sem nemur mismun á kaupverði hlutafjár og eigin fé. Í yfirtöku á skuldunum er að finna deiluefnið.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.


Húsasmiðjan er dæmi um fyrirtæki sem fengið hefur á sig aukaálagningu vegna öfugs samruna.

Stikkorð: skattar Öfugur samruni