Bandarísk skattyfirvöld (IRS) greiddu Bradley Birkenfeld fyrrverandi bankamanni hjá UBS 104 milljónir dala, 14,5 milljarða króna, fyrir að veita upplýsingar um bankareikninga bandarískra skattgreiðenda í skattaskjólum. Þetta kemur fram á vef WSJ.

Birkenfeld situr í fangelsi fyrir að hafa leynt aðild sinni að brotum UBS í málinu en hann fékk 40 mánaða dóm fyrir meinsæri.

Bankinn hefur greitt 780 milljónir dala í sekt vegna málsins og afhent skattyfirvöldum upplýsingar um reikninga yfir 4.000 skattgreiðenda.

Samkvæmt upplýsingum lögmanna Birkenfeld hefur IRS aldrei greitt eins háa fjárhæð til uppljóstrara. Birkenfeld gerði kröfu um greiðslu á grundvelli laga frá 2006, en samkvæmt þeim fá uppljóstrar allt að 30% af upphæðinni sem innheimtist.