Gríska efnahagslögreglan er farin að fylgjast með höfnum landsins í leit þeirra af snekkjum og lúxus-hraðbátum sem ekki hafa verið talin fram til skatts. Samkvæmt vef Financial Times hafa söluskilti birst á mörgum bátum og snekkjum undanfarið í höfninni í Alimos, rétt fyrir utan Aþenu. Samkvæmt heimildum blaðsins er einnig mikill fjöldi báta til sölu þó svo þeir séu ekki auglýstir, af ótta við skattyfirvöld. Í síðustu viku settu yfirvöld sér það takmark að ná inn að minnsta kosti 2,5 milljörðum evra í sektir og skatta af efnuðum Grikkjum sem „gleymdu“ að telja fram snekkjur og lúxusbíla á skattframtali. Í kjölfar Ólympíuleikana 2004 í Aþenu varð stöðutákn í borginni að eiga stórar snekkjur og bíla. Bankar lánuðu allt að helmingi kaupverðs til þeirra sem voru í miklum viðskiptum, svokallað einkabanka-viðskiptavini (e. private banking clients) Athuganir yfirvalda sína að meirihluti eigenda hraðbáta og snekkja töldu fram minna en 40.000 evrur í tekjur á síðasta ári. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir rekstarkostnaði fleysins.