© european pressphoto agency (european pressphoto agency)

Spænsk kona sem handtekin var á mánudag hefur játað að hafa skotið til bana Isabel Carrasco, leiðtoga spænska stjórnmálaflokksins Partido Popular í Leon-héraði Spánar. Konan var ósátt við Carrasco eftir að dóttur hennar var sagt upp störfum á héraðsskrifstofunni árið 2011.

Í breska dagblaðinu Guardian segir að konan, sem er 55 ára, hafi lagt á ráðin um morðið svo vikum skipti. Vitnað er til frásagnar blaðsins Diario de Léon af morðinu.

Dóttir konunnar var með starfssamning við héraðsskrifstofuna sem rann út og var hann ekki endurnýjaður. Eftir að konan fór frá var dótturinni greint frá því að hún hafi verið fengið ofgreidd laun og hún krafin um endurgreiðslu á 12 þúsund evrum eða tæplega 1,9 milljón íslenskra króna. Endurgreiðslukrafan endaði fyrir dómstólum og varð niðurstaðan sú að endurgreiðslan lækkaði niður í 6.500 evrur.