*

laugardagur, 30. maí 2020
Innlent 6. apríl 2019 08:00

Skautun og bergmálsklefar

Er bergmálsherbergið og skautun milli ólíkra þjóðfélagshópa ekki samfélagsmiðlum að kenna?

Ritstjórn

Mikið hefur verið látið með þátt félagsmiðla við að skapa eins konar bergmálsherbergi, þar sem fólk fær aðeins að kynnast skoðunum og fréttum, sem styðja við skoðanir þess, að ekki sé sagt fordóma, og auka þar með á pólitíska skautun samfélagsins.

 

Rannsókn á vegum Reutersstofnunarinnar bendir þó til þess að ótti um slíkt kunni að vera á veikum grunni reistur. Samkvæmt henni er líklegra að fólk komist í tæri við aðrar fréttir og skoðanir fyrir tilstilli félagsmiðla en það myndi velja sér sjálft. Eins og sjá má að ofan er þó furðumikill munir á löndum að þessu leyti og engin augljós regla.

 

Stikkorð: neðanmáls 04.04.2019