Niðurstöður aðalfundar Haga liggja nú fyrir þar sem ný stjórn félagsins var kosin. Í upphafi fundar gerði fundarstjóri grein fyrir fréttatilkynningu sem birt var í gærkvöldi vegna athugasemda Samkeppniseftirlitsins við stjórnarkjör í félaginu. Þar kom fram að ef Eva Bryndís Helgadóttir næði kjöri til stjórnar félagsins kynni það að fela í sér brot á sátt Haga og SKE, Eva lét nýlega af störfum sem stjórnarformaður Olíudreifingar ehf.

Á meðan á fundi stóð barst staðfesting frá Samkeppniseftirlitinu um að bréfið, sem þau sendu frá sér í gær, muni ekki fela í sér sektarbrot og að eftirlitið mun ekki leggjast gegn stjórnarkjöri í Högum. Því dróg SKE ummæli sín, sem þau sendu degi fyrir stjórnarkjör, til baka á miðjum fundi.

Eftirtaldir aðilar voru kosnir í stjórn félagsins til næsta aðalfundar:

  • Davíð Harðarson f. 1976
  • Eiríkur S. Jóhannsson f. 1968
  • Eva Bryndís Helgadóttir f. 1972
  • Jensína Kristín Böðvarsdóttir f. 1969
  • Katrín Olga Jóhannesdóttir f. 1962

Tillaga stjórnar félagsins um að ekki verði greiddur arður til hluthafa vegna reikningsársins 2019/20 var samþykkt samhljóða. félagið mun minnka hlutafé sitt um rúmar 32 milljónir króna að nafnverði.

Tillaga stjórnar Haga um stjórnarlaun var samþykkt. Þar kemur fram að stjórnarformaður fær greitt kr. 660.000,- á mánuði, varaformaður 495.000,- á mánuði og stjórnarmenn kr. 330.000,- á mánuði. Þá var samþykkt að nefndarmönnum tilnefningarnefndar verði greitt skv. reikningi 20 þúsund krónur á klukkustund.