*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 19. júlí 2018 15:55

SKE féllst ekki á skilyrði Haga

Hagar hyggjast leggja fram ný skilyrði vegna samruna við Olís þar sem frummat SKE væri að endurskoða þyrfti skilyrðin.

Ritstjórn
Finnur Árnason, forstjóri Haga.

Hagar hyggjast endurskoða skilyrði sem þau lögðu til við Samkeppniseftirlitið vegna fyrirhugaðs samruna við Olís að því er fram kemur í tilkynningu frá Högum. 

Hagar og Olís lögðu meðal annars til sölu verslana Bónuss í Faxafeni og á Hallveigarstíg í Reykjavík og Smiðjuvegi í Kópavogi auk þriggja bensínstöðva Olís og ÓB í Reykjavík og Kópavogi og þurrvöruhluta verslunar Olís í Stykkishólmi.

Hagar skuldbindu sig einnig til að mismuna ekki samkeppnisaðilum í smásölu eldsneytis þegar þeir selja þeim eldsneyti í heildsölu.

Í tilkynningunni frá Högum kemur fram að Hagar hafa átt fund með Samkeppniseftirlitinu þar sem fram kom að frummat Samkeppniseftirlitsins væri að endurskoða þyrfti framlögð skilyrði Haga með hliðsjón af tilteknum athugasemdum Samkeppniseftirlitsins, svo grundvöllur væri til sáttar í málinu. Málinu getur enn lokið með setningu skilyrða fyrir samrunanum eða ógildingu hans. 

Eggert B. Ólafsson, lögfræðingur og sérfræðingur í samkeppnisrétti, sagði í viðtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku að ólíklegt væri að samrunar bæði Haga og Olís sem og N1 og Festar yrðu samþykktir án frekari skilyrða af hálfu Samkeppniseftirlitsins.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is