*

föstudagur, 28. janúar 2022
Innlent 23. nóvember 2021 14:50

SKE gefur grænt á sölu óvirkra innviða

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt sölu á óvirkum farsímainnviðum Sýnar til bandaríska fyrirtækisins Digital Bridge Group.

Ritstjórn
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Eva Björk Ægisdóttir

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt sölu á óvirkum farsímainnviðum Sýnar til bandaríska fyrirtækisins Digital Bridge Group Inc., áður Colony Capital Inc. Að því er kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallarinnar samþykkti eftirlitið kaupin á skilyrða og telur ekki forsendur til að aðhafast frekar í málinu.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í byrjun árs mun Sýn leigja innviðina aftur af kaupandanum en í tilkynningu Sýnar frá því á síðasta ári kom fram að um 6 milljarða króna söluhagnaður myndi myndast við söluna.

Sjá einnig: Kaupir 367 sendastaði á Íslandi

Digital Bridge Group, er í dag stýrt af Marc Ganzi.