*

föstudagur, 5. júní 2020
Innlent 14. mars 2020 21:54

SKE heimilar samstarf ferðaskrifstofa

Ferðaskrifstofur bætast í hóp ferðaþjónustu almennt og aðila á lyfjamarkaði með skilyrtri undanþágu.

Ritstjórn
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Haraldur Guðjónsson

Ferðaskrifstofur hafa nú bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem Samkeppniseftirlitið hefur veitt tímabundna skilyrta undanþágu frá samráðsbanni, í því skyni að tryggja að „viðskiptavinir þeirra komist til síns heima og takmarka tjón sem hljótast mun af því fordæmalausa ástandi sem nú ríkir“ vegna kórónufaraldursins. Þetta kemur fram í frétt á vef eftirlitsins.

Undanþágan er háð samþykki Ferðamálastofu, sem meta skuli samstarfið nauðsynlegt í ofangreindum tilgangi, auk þess sem stofnuninni sé boðin þátttaka í öllum samskiptum tengdum samstarfinu. Áður hafði heild- og smásölum lyfja og ferðaþjónustufyrirtækjum verið veitt sambærileg undanþága.