Úr viðtali Viðskiptablaðsins við Gylfa Arnbjörnsson:

Þú ert með mjög flott skegg. Ég heyrði af því að þú rakir það við sérstök tilefni. Er það rétt?

„Já, það er rétt, ég er svona einn af vorboðunum. Ég tók upp á því þegar ég hætti hjá Alþýðusambandinu 1997 og gerðist framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Alþýðubankans, sem var skráð á Verðbréfaþingi. Við það tækifæri tók ég upp á þeim sið að raka mig á sumardaginn fyrsta. Ég er skeggjaður á veturna og skegglaus á sumrin. Ég mun því raka mig á morgun!“

Gylfi Arnbjörnsson er í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .