*

fimmtudagur, 9. júlí 2020
Huginn & Muninn 20. október 2012 07:35

Skeggið fær ekki að fjúka

Ætli skegg Árna Páls Árnasonar auki trúverðugleika hans eða minnki?

Huginn og muninn
Haraldur Guðjónsson

Ágúst Ólafur Ágústsson reyndi að safna skeggi þegar hann var varaformaður Samfylkingarinnar. Dagur B. Eggertsson hefur verið skeggjaður undanfarið og nú tala margir um skeggið á Árna Páli Árnasyni. Upphaflega safnaði Árni Páll skeggi fyrir hlutverk í bíómynd Benedikts Erlingssonar, þar sem Árni lék austurrískan ferðamann.

En skeggið fær ekki að fjúka. Þegar Össur Skarp­héðinsson bauð sig fram til formanns Samfylkingarinnar lét hann slaufuna, sem hann var frægur fyrir, fjúka fyrir bindi. Gunnar Steinn Pálsson vildi auka trúverðugleika Össurar með þessu. Nú er spurning hvort skeggið auki eða minnki trúverðugleika Árna Páls.

Stikkorð: Huginn & Muninn