Dell sem var eitt sinn stærsti tölvuframleiðandi heims birti í dag ársfjórðungsuppgjörið sitt. Hagnaðurinn minnkaði um 72% milli ára í 204 milljónir dollara úr 732 milljónum dollara.

Þetta er sjöndu ársfjórðungur í röð sem hagnaður hjá fyrirtækinu minnkar. Þrátt fyrir þetta stóð fyrirtækið sig aðeins betur en fjárfestar þorðu að vona.

Tekjur fyrirtækisins héldust óbreyttar.

Stofnandi Dell, Michael Dell, stendur í miðju ferli að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði.