Stjórnendur Skeljungs gera nú ráð fyrir því að EBITDA félagsins verði á bilinu 3.100-3.300 milljónir króna en félagið hækkaði afkomuspá sína sem birtist í Kauphöllinni seint í gærkvöldi. Þá er gert ráð fyrir að fjárfestingar verði á bilinu 750-800 milljónir króna.

Í fyrri afkomuspá félagsins var gert ráð fyrir að EBITDA yrði á bilinu 2.800-3.000 milljónir króna en væntingar um fjárfestingar breytust ekkert.

Hafa þarf í huga að breytingar á EBITDA spánni eru ekki gerðar á endanlegu uppgjöri. Félagið mun birta uppgjör fyrri hluta þessa árs eftir lokun markaða þann 28. ágúst næstkomandi.