*

miðvikudagur, 23. september 2020
Innlent 7. maí 2020 18:28

Skeljungur endurgreiðir Vinnumálastofnun

Skeljungur hefur ákveðið að falla frá því að nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda og endurgreiðir kostnað vegna sinna starfsmanna.

Ritstjórn
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs.
Aðsend mynd

Skeljungur hefur ákveðið að falla frá því að nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda og mun félagið endurgreiða Vinnumálastofnun allan kostnað sem féll til vegna starfsmanna fyrirtækisins. Verða starfsmennirnir færðir í 100% vinnu á ný frá og með 1. maí sl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi.

Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um, með gagnrýnum hætti, nokkur stór skráð fyrirtæki sem ákveðið hafa að nýta sér umrætt úrræði stjórnvalda og það sett í samhengi við arðgreiðslur. Í kjölfar gagnrýninnar hefur Skeljungur, líkt og áður segir, hætt við að nýta sér úrræðið.

Tilkynninguna, sem er stutt og laggóð, má sjá í heild hér að neðan: 

Í fjölmiðlum í dag hefur verið fjallað um kostnað ríkissjóðs vegna þeirra starfsmanna Skeljungs sem fengu hlutabótagreiðslur í apríl. Að athuguðu máli telur Skeljungur að ekki hafi verið rétt að nýta úrræðið.  Skeljungur mun því bjóða starfsmönnum sínum 100% vinnu frá og með 1. maí og endurgreiða Vinnumálastofnun allan þann kostnað sem til féll vegna starfsmanna Skeljungs í aprílmánuði.   Allir starfsmenn Skeljungs hafa nú verið færðir í 100% vinnuhlutfall og munu því ekki sækja frekari bætur til Vinnumálastofnunar.

Stikkorð: Skeljungur hlutabætur