*

miðvikudagur, 1. apríl 2020
Innlent 14. febrúar 2020 16:32

Skeljungur hækkar eftir uppgjör

Gengi Skeljungs hækkaði um 3,06% í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni, Greindu frá 1,4 milljarða hagnaði á síðasta ári í gær.

Ritstjórn
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs.
Aðsend mynd

OMXI10 úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq á Íslandi hækkaði um 0,44% í viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 2.096,90 stigum. Heildarvelta viðskipta dagsins nam 2,3 milljörðum króna. 

Gengi hlutabréfa Skeljungs hækkaði mest í viðskiptum dagsins, um 3,06% í 341 milljóna króna veltu. Félagið birti eftir lokun markaði í gær ársuppgjör síðasta árs þar sem m.a. kom fram að félagið hafi hagnast um 1,4 milljarða á síðasta ári. Næst mest hækkaði gengi bréfa Sjóvá, um 1,02% í 183 milljóna króna veltu, en félagið birti einnig ársuppgjör eftir lokun markaða í gær.   

Gengi bréfa TM lækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 2,94% í 795 milljóna króna veltu. Líkt og ofangreind félög birti TM ársuppgjör sitt í gær. Næst mest lækkaði gengi Icelandair, eða um 2,56% í 81 milljóna króna veltu.

Stikkorð: Kauphöll Skeljungur Nasdaq