*

mánudagur, 21. september 2020
Innlent 19. júní 2020 16:15

Skeljungur hækkar mest

Tryggingafélögin þrjú í Kauphöllinni hækkuðu öll um meira en 5% í vikunni.

Ritstjórn
Kauphöllin, Nasdaq.

Fimmtán af tuttugu félögum Kauphallarinnar hækkuðu í 2,6 milljarða króna veltu dagsins. Skeljungur hækkaði mest allra félaga eða um 3,61% í 282 milljóna króna viðskiptum. Brim lækkaði mest allra félaga eða um 1,92% í 54 milljóna króna veltu. 

Mesta veltan var með bréf Arion banka eða um 519 milljónir króna en bréfin hækkuðu um 2,2% og standa nú í 65 krónum á hlut. Næst mesta veltan var með bréf Marels sem hækkuðu um 1,92% í 455 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa Marels er nú í 691 krónu á hlut. 

Tryggingafélögin þrjú hækkuðu öll fjórða viðskiptadaginn í röð. Af þeim hækkaði TM mest eða um 2,45% í 224 milljóna króna veltu og hefur nú hækkað um tæp 8,5% í vikunni. VÍS hækkaði um 2,04% í 323 milljóna króna viðskiptum. Sjóvá hækkaði um 1,26% í 127 milljóna króna veltu. 

Sjá einnig: TM og VÍS tekin inn í Úrvalsvísitöluna

Íslenska krónan veiktist gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum heims í dag. Krónan veiktist um 0,77% gagnvart evrunni, um 0,75% gagnvart dollaranum og um 0,52% gagnvart sterlingspundinu

Stikkorð: Skeljungur Sjóvá TM Nasdaq VÍS Kauphöllin