*

þriðjudagur, 26. janúar 2021
Innlent 13. janúar 2021 07:21

Skeljungur hugsanlega á First North

Jón Ásgeir Jóhannesson segir skráningu í Kauphöll skapa óhagræði og vera kostnaðarsama. Skráning á First North einfaldi málin.

Ritstjórn
Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir eru meðal fjárfesta í Streng ehf.
Eggert Jóhannesson

Líkt og kunnugt er freistaði fjárfestahópurinn á bak við Streng ehf. að því að ná meirihluta í Skeljungi og stefndi að afskráningu félagsins úr Kauphöll. Fjárfestarnir eignuðust meirihluta í félaginu á dögunum, en of nauman til þess að líklegt sé að til afskráningar komi.

Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, sem leitt hefur fjárfestahópinn auk þess að gegna stjórnarformennsku í Skeljungi, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að vegna stöðunnar sem upp er komin komi það til greina að skrá olíufélagið á First North markaðinn, sætti hluthafar sig við það.

Óhagræði á aðalmarkaði

Jón Ásgeir segir skráningu í Kauphöll skapa óhagræði og vera of kostnaðarsama. Segir hann stjórnendur skráðra félaga oft og tíðum önnum kafna í vinnu er viðkemur uppgjörum og upplýsingaskyldu í stað þess að einbeita sér að rekstri félagsins.

Þannig segir hann hagsmunum félagsins ekki endilega best borgið með skráningu á markað og ef fjárfestahópurinn hefði náð stærri hlut í félaginu þætti honum engin ástæða til að vera með það á markaði.

Segir hann að í ljósi stöðunnar gæti það að færa Skeljung yfir á First North einfaldað málin, en en þau ætli ekki að hamast í því að afskrá félagið gegn vilja annarra hluthafa.

„Við mun­um gera þetta í sam­vinnu við minni­hluta­eig­end­ur og það verða eng­ir takt­ar í því. Ég vil bara minnka kostnaðinn við það að vera skráður eins mikið og hægt er og losna við það óhagræði sem lít­il fé­lög eins og Skelj­ung­ur hafa af skrán­ingu," segir Jón Ásgeir.

 

Stikkorð: Skeljungur Strengur First North