Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttur og Guðmundur Þórðarson, sem eiga ríflega 92% eignarhlut í Skeljungi hf., hafa ákveðið að selja allan hlut sinn í olíufélaginu. Viðræður við framtakssjóðinn SÍA II, sem er rekinn af sjóðsstýringarfyrirtækinu Stefni, dótturfélagi Arion banka, eru langt komnar.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar staðfestir Svanhildur Nanna að viðræður eigi sér stað og búi sé að semja um helstu atriði þó nokkuð sé í land með að gengi verði frá samkomulagi.

Þá kemur einnig fram að fasteignafélag Skeljungs, S fasteignir ehf., verður ennfremur hluti af sölunni, en félagið heldur utan um allar lóðir og fasteignir í eigu Skeljungs.

Eins og Viðskiptablaðið greind frá á í vikunni á SÍA II einnig í viðræðum við Jón Helga Guðmundsson, forstjóra og eiganda Norvikur, um kaup á nær öllum eigum félagsins að byggingavöruversluninni Byko undanskilinni. Þar er um að ræða kaup á Nóatúni, Krónunni, Elko og fleiri verslunum.