Skeljungur keypti í síðustu viku hluti í sjálfum sér fyrir rúmlega 112 milljónir, en kaupin eru einungis 16% af heildarfjárhæð endurkaupaáætlunar fyrirtækisins.

Í heildina voru keyptir 4.996.200 dagana 8., 9. og 10. nóvember, samtals 14.988.600 hlutir, sem samsvara 0,69% af heildarhlutafé félagsins, og 6,96% af hámarksfjölda hluta í félaginu sem keyptir verða samkvæmt endurkaupaáætlun félagsins.

Kaupverð hlutanna nam 7,37 krónur fyrsta daginn hver hlutur, samanlagt 36.821.994 krónur, 7,59 krónur hver hlutur annan daginn, samanlagt 37.921.158 krónur og 7,54 krónur hver hlutur þriðja daginn, samanlegt 37.671.348 krónur.

Samkvæmt endurkaupaáætluninni verða að hámarki keyptir 215.203.185 hlutir, þ.e. 10% eigin fjár, en fjárhæð endurkaupanna verður þó aldrei hærri en 700 milljónir króna, og lýkur henni þegar öðru hvoru hefur verið náð en í síðasta lagi á aðalfundardegi félagsins árið 2018.