Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,38% í 1,7 milljarða viðskiptum og fór hún upp í 1.773,24 stig. Aðalvísitala Skuldabréfa hækkaði um 0,01% í 1,9 milljarða viðskiptum og fór hún upp í 1.367,83 stig.

Þrjú félög lækkuðu í virði í kauphöllinni í dag, en ekki var mikil lækkun eða mikil viðskipti með bréf N1 og Haga. Hins vegar var lækkunin langmest með bréf Skeljungs eða um 3,08% í 89 milljón króna viðskiptum og fóru bréfin niður í 6,60 krónur. Á aðalfundi félagsins í gær var ákveðið að greiða út 500 milljóna arð 6. apríl næstkomandi, en í dag er arðleysisdagur félagsins.

Mest hækkun var svo á gengi bréfa Eikar fasteignafélags, eða um 1,1% í 48,5 milljón króna viðskiptum. Næst mest var hækkunin á gengi bréfa VÍS sem hækkuðu um 0,90% í 112 milljón króna viðskiptum.

Mest voru svo viðskiptin með bréf Marel og Icelandair, eða sem nam um 427 milljónum króna fyrir hvort fyrirtæki fyrir sig.
Viðskiptin voru sínu meiri með bréf Marel sem hækkuðu um 0,33% og standa bréfin nú í 15,20 krónum. Icelandair hækkaði um 0,40% og fást nú 373,00 krónur fyrir hvert bréf félagsins.