Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,6% og stendur nú í 1.935,31 stigum. Heildarvelta á mörkuðum nam 6,1 milljörðum þar af var velta á hlutabréfamarkaði nam 4,1 milljarði og á skuldabréfamarkaði tæpum 2 milljörðum.

Gengi hlutabréfa olíufélaganna tveggja lækkar. Gengi bréfa Skeljungs lækkaði um 2,91% í 265 milljón króna viðskiptum og N1 um 1,93% í 202 milljón króna viðskiptum.

Hins vegar hækkaði gengi bréfa Reita um 1,4% í 375 milljón króna viðskiptum. Mest velta var með bréf VÍS en gengi féalgsins hækkaði um tæpt prósentustig.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 5,8 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,5% í dag í 4,1 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði lítillega í dag í 1,6 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,2 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 1,4 milljarða viðskiptum.  Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði lítillega í dag í 0,4 milljarða viðskiptum.