*

miðvikudagur, 19. janúar 2022
Innlent 4. október 2019 12:53

Skeljungur og Costco semja út 2020

Skeljungur og Costco hafa samið um áframhaldandi þjónustu á eldsneytisafhendingu út árið 2020.

Ritstjórn
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs.
Aðsend mynd

Costco sem selt hefur eldsneyti við vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ frá því áður en verslunin opnaði hefur samið við Skeljung um áframhaldandi þjónustu á eldsneytisafhendingu út árið 2020. Þetta staðfestir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, í samtali við Viðskiptablaðið.

„Við höfum átt í góðu samstarfi við Costco og erum búin að ganga frá samningi við þá um að Skeljungur muni sjá um eldsneytissölu til þeirra árið 2020. Það eru mjög góðar fréttir og staðfestir að það góða samstarf sem við eigum við þá sé að virka og gagnist báðum aðilum vel,“ segir Árni Pétur.