Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,54% í viðskiptum dagsins. Veltan á hlutabréfamarkaði nam 1,2 milljörðum króna og endaði vísitalan í 1.701,41 stigi.

Aðalvísitala skuldabréfa stóð nánast í stað með 0,01% hækkun í 2,7 milljarða króna viðskiptum og endaði hún í 1.240,85 stigum.

Fjarskipti og Sjóvá einu sem hækkuðu

Einu tvö félögin sem sáu gengi hlutabréfa sinna hækka í kauphöllinni í dag, eru Fjarskipti, móðurfélag Vodafone og Sjóvá-Almennar.

Fjarskipti hækkuðu um 0,62% í rétt tæplega 5 milljón króna viðskiptum og fæst hvert bréf félagsins nú á 48,8 krónur.

Sjóvá-Almennar hækkuðu um 0,23% í 165 milljón króna viðskiptum. Hvert bréf félagsins er nú verðlagt á 14,95 krónur.

Skeljungur og Eimskip lækkuðu mest

Lækkun Skeljungs á markaði dagsins námu 3,08% og námu viðskipti með bréf félagsins 172 milljónum króna.

Næst mesta lækkunin var með bréf Eimskipafélags Íslands, en gengi bréfa félagsins lækkaði um 2,40% í 264 milljón króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins 326,0 krónur.