Gengi bréfa skeljungs hefur hækkað um 15,08% það sem af er degi í 156 milljón króna viðskiptum. Félagið birti í gær uppgjör fyrir annan ársfjórðung og virðist sem afkoma félagsins hafi verið mun betri en markaðsaðilar hafi gert ráð fyrir.

Hagnaður félagsins á tímabilinu nam 473 milljónum og jókst um 12,9% miðað við annan ársfjórðung í fyrra. Félagið hækkaði einnig EBITDA spá sína fyrir árið 2017 úr 2.400-2.700 milljónir í 2.550-2.750 milljónir.