Thomas Winkelmann, forstjóri Air Berlin segir að tafir við byggingu á nýjum flugvelli í  Berlín sé ein stærsta ástæða þess að félagið hafi óskað eftir greiðslustöðvun. Þetta sagði hann í viðtali við þýska dagblaðið Die Zeit. Reuters greinir frá.

„Air Berlin er fórnarlamb stöðugra tafa á byggingu nýs flugvallar," sagði Winkelmann. Áætlanir gerðu ráð fyrir því að nýr flugvöllur myndi opna árið 2011. Átti hann að koma í stað, Tegel og Schoenefeld flugvallana. Segja má að bygging flugvallarins sé búinn að vera eitt stórt stórslys og flest sem gat farið úrskeiðis hefur farið úrskeiðis.

Ummæli Winkelmann koma í kjölfarið á því að Air Berlin óskaði eftir greiðslustöðvun í gær eftir að, Ethiad Airways, stærsti eigandi félagsins ákvað að leggja ekki meira fé til rekstursins.

„Við erum með Berlin í nafni okkar, við erum stærsta flugfélagið á þessu svæði og höfum  byggt viðskiptamódel okkar í kring um flugumferð um nýjan flugvöll. Það er ekki möguleiki að framkvæma áætlanir okkar á Tegel flugvelli," bætti Winkerman við.