*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 27. apríl 2013 14:55

Skema fer á Seed Forum í Bandaríkjunum

Sprotafyrirtækið Skema býr til kennsluefni í forritun fyrir börn, unglinga og kennara.

Ritstjórn
Rakel Sölvadóttir, framkvæmdastjóri Skema, er hér hægra megin á myndinni á ráðstefnu í Bandaríkjunum.
Aðsend mynd

Sprotafyrirtækið Skema, sem sérhæfir sig í forritunarkennslu fyrir börn, unglinga og kennara, kynnir nú drög að viðskipta­módeli sínu á Bandaríkjamarkaði undir merkjum reKode Education.

Fyrirtækið mun kynna verkefnið fyrir fjárfestum á Seed For­ um ráðstefnunni í bæði New York og San Francisco á næstu tveimur vikum og stefnir á að hefja starf­semi vestanhafs síðar á þessu ári.

Boð um að taka þátt í Seed Forum í Bandaríkjunum barst eftir þátt­töku fyrirtækisins á sömu sam­komu hérlendis nú nýverið. Eins og greint var frá fyrr á árinu var Skema meðal fyrirtækja á lista Forbes yfir tíu fyrirtæki til að fylgjast með árið 2013.