Forsvarsmenn Microsoft Íslandi og Skema hafa skrifað undir samstarfssamning á skrifstofu Microsoft í Bellevue í Washington- ríki í Bandaríkjunum. Samningurinn miðar að því að hvetja sameiginlega til vitundarvakningar um mikilvægi þess að nota upplýsingatækni í skólastarfi.

Samstarfið felur í sér þróun á námskeiðum í notkun Kodu Gamelab og Small Basics, auk þess að standa sameiginlega fyrir árlegri forritunarkeppni að forskrift Kodu Challenge.

Auk forritunarkeppninnar ætla Microsoft Íslandi og Skema að standa sameiginlega að öðrum viðburðum tengdum upplýsingatækni í skólastarfi.