Skema, sem sérhæfir sig í kennslu og rannsóknum, tapaði tæpum 3,3 milljónum króna árið 2016 samanborið við 1,3 milljóna króna tap árið áður. Rekstrartekjur félagsins árið 2016 námu 49,3 milljónum samanborið við 59,4 milljónir árið áður.

Rekstrargjöld Skemu námu hins vegar 50 milljónum í fyrra og 56,8 milljónum árið áður. Eignir félagsins námu 27,5 milljónum króna í lok árs 2016 samanborið við 19,3 milljónir í lok árs 2015. Eigið fé Skemu var neikvætt um 5,5 milljónir í lok árs 2016 og skuldir félagsins námu 32,9 milljónum.

Framkvæmdastjóri Skemu er Rakel Sölvadóttir. Skema stendur fyrir námskeiðum fyrir börn og unglinga í leikjaforritun og vinnur auk þess að því markmiði að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins.