Cecilia Giménez, sem alræmd varð á heimsvísu þegar hún eyðilagði aldagamala veggmynd af Kristi í spænskri kirkju, vill nú fá hluta af því fé sem streymt hefur inn í bæinn eftir að fréttin komst í heimspressuna. Giménez tók sér það bessaleyfi að reyna að gera við verkið Ecce Homo eftir Elías García Martínez en tókst svo illa upp að gárungar kalla nú veggmyndina Ecce Mono . Ecce Homo þýðir á íslensku Sjáið manninn , en Ecce Mono mætti útleggja sem Sjáið apann .

Vegna vinsælda fréttarinnar hefur fjöldi ferðamanna til bæjarins Borja og til að tempra fjöldann fór góðgerðastofnunin sem á kirkjuna að innheimta gjald af ferðamönnum. Alls hafa nú safnast 2.000 evrur með þessum hætti og vill Giménez fá sinn hlut. Stofnunin hefur ekki tekið það í mál og hefur ráðið lögmenn til að standa vörð um féð.